Þýski bílaframleiðandinn BMW greindi frá því í gær að fyrirtækið búist við því að hagnaður þess fyrir skatta muni hækka á þessu ári. Á síðasta ári var hagnaður fyrir skatta 3,29 milljarðir evra, það mesta í sögu félagsins, en á þessu ári gerir afkomuspá BMW ráð fyrir því að hagnaðurinn verði 4,12 milljarðir evra.

Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hefur sala aukist um 1,6% og ætlar fyrirtækið sér að selja 1,4 milljónir bifreiða á árinu.