Bílaframleiðandinn BMW mun að öllum líkindum greina frá áætlun sinni um auka framleiðslu sína í Bandaríkjunum og á sama tíma draga saman seglin í Evrópu.

Þegar hefur verið greint frá því að fyrirtækið eigi í erfiðleikum vegna hækkandi hráefnisverðs sem verðlagt er í evrum og slæms gengis bandaríkjadals. Fyrirtækið fær megnið af tekjum sínum í dollurum en framleiðslukostnaður er að mestu leyti í evrum.

Eins og VB.is hefur áður greint frá tilkynnti BMW nýlega um uppsögn 7,5% starfsmanna sinna og er meginþorri þeirra í Þýskalandi.

BMW er þegar með framleiðslu í Suður Karolínu fylki í Bandaríkjunum og herma fréttir að til standi að auka framleiðslu þar.