Þýsku bílaframleiðendurnir og keppinautarnir BMW og Benz ræða nú um samvinnu sín á milli og Frankfurter Allgemeine Zeitung segist hafa heimildir fyrir því að fyrstu samningar þessa efnis séu tilbúnir til undirritunar.

Allt það sem notandi bílsins verður ekki var við og skaðar þar með ekki hvora bílategund fyrir sig verður mögulega unnið í samvinnu, að því er FAZ hefur eftir háttsettum yfirmönnum beggja fyrirtækja.

Segja má að BMW og Benz hafi verið höfuðkeppinautar en bílaframleiðendur hafa fundið verulega fyrir kreppunni og hafa þess vegna orðið að grípa til óvenjulegra aðgerða. Þýsku framleiðendurnri hafa ekki farið varhluta af ástandinu og framleiðandi Benz hefur til að mynda tvisvar á þessu reikningsári þurft að lækka spá sína og jafnvel það virðist ekki ætla að duga, að sögn FAZ.