BMW bílaframleiðandinn tilkynnti í dag að til stæði að segja upp 5.600 manns á þessu ári en í desember síðastliðnum hafði við tilkynnt um uppsögn 2.500 manns.

Talsmaður BMW, Ernst Bauman sagði við fjölmiðla að um 2.500 fastráðnu starfsfólki auk 2.500 manns í hlutastarfi yrði sagt upp störfum. Þá mun bílaframleiðandinn segja upp 600 manns til viðbótar, bæði í Þýskalandi og á öðrum starfsstöðvum BMW.

8.100 manna fjöldauppsögn

Eins og fyrr segir er þegar búið að segja upp 2.500 manns og því verður búið að segja upp 8.100 manns þegar fjöldauppsögnum er lokið. Hjá BMW starfa um 108.000 manns og er þetta um 7,5% starfsmanna.

Bauman sagði að niðurskurður starfsmanna muni spara fyrirtækinu hundruði milljóna evra en vildi ekki gefa nákvæma tölu.

Í ljós styrkingar evru gagnvart dollar sagði Bauman að hugsanlega muni koma til fleiri uppsagna haldi dollarinn áfram að styrkjast.