Þýski bílaframleiðandinn BMW seldi flesta bíla allra lúxusbílaframleiðendanna árið 2015. Seldir voru 1.905.234 bílar með merki bæverska bílaframleiðandans, en hann framleiðir einnig Mini. Salan á BMW jókst um 5,2% frá 2014.

Í öðru var Mercedes-Benz með 1.871.511 bíla selda með stjörnunni. Að auki framleiðir Smart smábílanna. Mercedes jók mest söluna af stóru framleiðendnum þremur,  eða um 13,4%.

Audi endaði árið í þriðja sæti. Framleiðandinn í Ingolfstadt seldi 1.803.250 bíla og jók söluna um 3,6%.

Mercedes vaknar til lífsins

Mercedes seldi 34 þúsund færri bílum en BMW árið 2015, en sala Mercedes var 161 þúsund bílum færri árið á undan. Framleiðendurnir tveir voru hnífjafnir síðustu sex mánuðina. BMW seldi aðeins 14 bílum fleiri. Árið 2016 gæti því orðið spennandi.

Audi byrjaði fyrsta mánuð ársins best, en þegar sölutölur fyrir júní voru birtar var ljóst að Audi var dottið niður í þriðja sætið, eftir að hafa tekið annað sæti af Mercedes árið 2011.

Smærri framleiðendum gekk líka vel

Volvo seldi yfir í fyrsta sinn í 89 ára sögu sinni yfir 500 þúsund bila, eða 503 þúsund, og var það 8% aukning milli ára.

Land Rover var þar skammt undan með 487 þúsund selda bíla og 5% aukningu milli ára. Porsche seldi 225 þúsund bíla og var aukningin 19%.

Tölur fyrir Lexus á heimsvísu liggja ekki fyrir.