Bandaríska alríkisstofunin Federal Deposit Insurance Corporation (FDIC), hefur til rannsóknar um 50 mál vegna fallinna banka frá upphafi fjármálakrísunnar.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

FDIC ber sér um mál hinna föllnu bankanna innan bandaríska eftirlitskerfisins.  Stofnunin hefur nú til rannsóknar mál fyrrum forstjóra, framkvæmdastjóra og starfsmanna fallinna banka vegna ýmissa brota, s.s. fjársvika og annarra saknæmrar hegðunar.

Stofnunin hefur tekið yfir yfir 260 banka frá ársbyrjun 2009.