Bandaríska hagkerfið dróst saman um 6,2% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem er töluvert umfram hagvaxtaspár og væntingar að sögn Reuters fréttastofunnar.

Þar munar helst um minni útflutning auk minni eftirspurnar innanlands en samkvæmt hagvaxtaspá bandaríska seðlabankans var gert ráð fyrir allt að 3,8% samdrætti.

Bandaríska hagkerfið dróst þá saman um 1,1% á síðasta ári samkvæmt tölum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna og hefur samdrátturinn ekki verið jafn mikill frá árinu 2001.