Pantanir á varanlegum neysluvörum jókst um 1,4% í Bandaríkjunum í júlí og munar þar helst um mikla aukningu á flugvélaframleiðslu að sögn Reuters fréttastofunnar.

Þessar tölur byggjast á upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna en þá kemur fram að pantanir á varanlegum neysluvörum jukust um 1,3% í júní en ekki 0,8% eins og áður hafði verið gefið út.

Í júlí jukust pantanir á flutningaframleiðslu, sem telur meðal annars til flugvéla og bíla um 3,1% en pantanir á öðrum hlutum jókst um 0,7% að sögn Reuters. Athygli vekur að aukningin kemur þrátt fyrir mikill samdrátt í bílasölu sem vegur iðulega þungt.

Það þykir gefa til kynna að nokkur samdráttur eigi sér stað hjá öðrum geirum, svo sem tölvu- og tækniframleiðslu. Sala á flugvélum innanlands í Bandaríkjunum hefur hins vegar aukist um 28% milli mánaða eftir að hafa dregist saman um 21% í júní.

Greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir samdrætti upp á 0,5% á öðrum vörum en þeim sem teljast til flutninga.