Einkaneysla í Bandaríkjunum dróst saman um 0,6% í nóvember eftir að hafa dregist saman um 1% í október.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna en þetta er þá fimmti mánuðurinn í röð þar sem einkaneysla dregst saman vestanhafs.

Þá fækkaði pöntunum á varanlegum neysluvörum um 1% í nóvember sem er þó undir væntingum en búist hafði við fækkun uppá 1,5% - 2%. Þá hafði pöntunum fækkað í október um 8,4% sem hefur ekki gerst frá því í júlí árið 2000.

Þetta hefur komið hvar verstu niður á bílaframleiðendum en mikið hefur verið fjallað um vanda bílarisanna þriggja GM, Ford og Chrysler sem munu nú fá neyðarlán frá bandarískum yfirvöldum.