Dow Jones hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 8,6% í júlí, sem er mesta hækkun í einum mánuði frá október 2002. Af bréfum í Dow Jones hækkaði Caterpillar hækkað mest, um 33%, en McDonald's sýndi versta árangurinn og lækkaði um 4%.

S&P 500 vísitalan hækkaði um 7,4% í júlí og og hefur hækkað um 34,33% á sl. fimm mánuðum, sem er mesta fimm mánaða hækkun vísitölunnar frá því í október 1938.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 7,8% í júlí og hefur hækkað um 43,59% á sl. fimm mánuðum, sem er mesta fimm mánaða hækkun vísitölunnar frá því í mars árið 2000 þegar hún hækkaði um 54,15%.

Þetta kemur fram í WSJ sem segir að landsframleiðslan í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 1% á ársgrunni á öðrum fjórðungi miðað við sama fjórðung í fyrra. Samdrátturinn er að sögn WSJ minni en hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir og nægir til að fjárfestar verði áfram bjartsýnir.