Hlutabréf hækkuðu undir lok dags í Bandaríkjunum í dag eftir að hafa farið í eilitla rússíbanaferð.

Nasdaq vísitalan stóð í stað við lok markaða en hafði korteri fyrir lokun lækkað um 0,3%. Dow Jones hækkaði um 1,8% og S&P 500 vísitalan hækkaði um 1%.

Við opnun markaða á Wall Street hækkuðu markaðir nokkuð fljótt eftir að Hewlett Packard kynnti uppgjör sem var nokkuð yfir væntingum.

Um miðjan dag tóku þau hins vegar að lækka á ný en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar má rekja þá lækkun til þess óttast er að stærstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna muni „rúlla“ á næstu dögum eins og það er orðað í frétt Bloomberg.

Undir lok dags tóku hlutabréf hins vegar sveiflu upp á við en það voru helst tækni- og orkufyrirtæki sem leiddu þær hækkanir. Lítil hreyfing var á gengi banka og fjármálafyrirtækja í dag.