Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í Bandaríkjunum í dag á fyrsta degi viðskipta á nýju ári eins og fram kom í fyrradag hafa markaðir í Bandaríkjunum ekki lækkaði jafn mikið árið 2008 og síðan í Kreppunni miklu.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 3,5%, Dow Jones um 2,9% og S&P 500 um 3,2%.

Bílarisinn General Motors fékk í dag 4 milljarða dala frá yfirvöldum vestanhafs og hækkaði um 14% í kjölfarið.