Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu á föstudag í kjölfar nýrra hagtalna um atvinnuástand, að því er segir í WSJ. Standard & Poors 500 vísitalan sló við lokun markaðar út fyrra met frá 19. júlí í ár eftir tæplega 1% hækkun yfir daginn og endaði í 1557,6 stigum. Dow Jones Industrial Average hækkaði um 0,7% en Nasdaq Composite hækkaði mest eða um 1,7%. Lokagildi Nasdaq vísitölunnar var 2780,3 stig og hefur hún ekki verið hærri frá því 1. febrúar árið 2001.

Í frétt WSJ segir að jákvæðar tölur um atvinnuástand nú, ólíkt neikvæðum tölum um atvinnuástand fyrir mánuði, sýni að þó að húsnæðismarkaðurinn kunni að hægja á hagkerfinu þá verði líklega komist hjá samdrætti.