Standard & Poor´s Case-Shiller húsnæðisvísitalan, sem mælir verðþróun í 20 borgum Bandaríkjanna, lækkaði um 15,9% í júní frá því á sama tíma fyrir ári.

Að sögn Reuters er þetta mesta lækkun milli ára en fyrra met var lækkun upp á 15,3% en þar var í apríl á þessu ári.

Þá lækkaði húsnæðisverð í 10 borgum um 0,6% á milli mánaðanna maí og júní og hefur lækkað um 17% milli ára að meðaltali.

Mest er lækkunin í Las Vegas þar sem húsnæðisverð hefur lækkað um tæp 29%.