Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Bandaríkjunum í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar hafa fjárfestar verulegar áhyggjur af afkomum skráðra fyrirtækja í síðar í vikunni byrjar svokölluð uppgjörshrina á Wall Street.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 2,1%, Dow Jones um 1,5% og S&P 500 um 2,3%.

Álfyrirtækið Alcoa leiddi lækkanir dagsins en félagið lækkaði um 7,9% eftir að Deutsche Bank ráðlagði fjárfestum að selja hluti sína í félaginu en búist er við lélegu uppgjöri frá félaginu síðar í vikunni.

„Markaðurinn er að undirbúa sig fyrir verstu mögulegu uppgjörin, allt annað eru gleðifréttir,“ segir viðmælandi Bloomberg en fréttaveitan segir hann lýsa því sem margir eru að hugsa á Wall Street.

Olíuverð hélt áfram að lækka í dag og við lokun markaða kostaði tunnan af hráolíu 37,67 Bandaríkjadali og hafði þá lækkað um 7,7%.