Vísitalan neysluverðs lækkaði um 0,1% í Bandaríkjunum í mars og hefur því lækkað um 0,4% milli ára en þetta er í fyrsta skipti í rúma hálfa öld sem neysluverð lækkar milli ára en síðast gerðist það árið 1955.

Lækkunin í mars er þvert á við spár greiningaraðila sem höfðu gert ráð fyrir 0,1% hækkun á vísitölunni en hún hækkaði um 0,4% í febrúar s.l.

Það sem helst orsakar lækkunina núna er verðlækkun á eldsneyti, orku, gasi en þá lækkaði matarverð einnig. Orku- og eldsneytisverð lækkaði um 0,3%, matur um 0,1%, fatnaður um 0,2% og samgöngukostnaður um 1,1%.