*

miðvikudagur, 23. september 2020
Erlent 7. ágúst 2020 07:03

BNA nú í hópi með Íslandi og Panama

Bandaríkin voru færð um 25 sæti á vísitölu Bloomberg vegna versnandi efnahagsástands og eru nú í hópi með Íslandi og Panama.

Ritstjórn
Donald Trump er sitjandi forseti Bandaríkjanna og bíður kost á sér í komandi kosningum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi.
epa

Bandaríska hagkerfið var fært upp um 25 sæti á vísitölu Bloomberg vegna versnandi efnahagshorfa í Bandaríkjunum. Vísitalan tekur mið af 60 löndum þar sem efsta sætið táknar það land sem stendur hvað verst. Nú um mundir er það Venesúela en í síðasta sæti, og stendur sig því hvað best, situr Taíland og þar á eftir Sviss.

Breytingin er sögð vera vegna mikilli áhrifa af heimsfaraldrinum vestan hafs og eru Bandaríkin nú í hópi með Íslandi, Ísrael og Panama. Vísitalan lítur að breytingu á verðbólgu og atvinnuleysi á milli ára þar sem nýtt eru fyrirliggjandi gögn og núgildandi spár. Því munu þau ríki sem sjá hvað mestan efnahagsbata standa sig best en þau hagkerfi sem sjá atvinnuleysi og verðbólgu aukast hvað mest standa sig illa.

Lönd sem sjá eru að sjá fram á efnahagsbata milli ára er til að mynda Lúxemborg sem fer úr 30. sæti í 47. sæti og Kína sem endar í 44. sæti. Vísitalan hefur verið tekin saman sex sinnum.