Þó svo Barack Obama hafi enn ekki tilnefnt fjármálaráðherra sinn þá hafa strax komið fram gagnrýnsraddir varðandi val hans í þá stöðu.

Líklegt þykir að annað hvort Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, eða Timothy Geithner, stjórnandi Seðlabanka New York, verði fyrir valinu í embætti fjármálaráðherra.

Gangrýni beinist aðallega að því að helsta slagorð Obama í kosningabaráttu hans var það að hann væri boðberi breytinga. Þykja Summers og Geithner ekki endurspegla þau sjónarmið.

Summers sem er 53 ára var fjármálaráðherra í lok forsetatíðar Bill Clinton. Enn er mönnum í fersku minni ummæli sem hann lét falla árið 2005 þess efnis að konur væu ólíklegri til afreka í stærðfræði en karlmenn. Þessi vanhugsuðu orð kostuðu Summers embætti hans sem skólameistari hins virta Harvard háskóla.

Geithner er m.a. gagnrýndur fyrir tengsl sín við Wall Steet og núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Obama hefur nú þegar útnefnt Rahm Emanuel sem starfsmannastjóra sinn í Hvíta húsinu.

Breska blaðið Telegraph greindi frá þessu á vefsíðu sinni.