Pöntunum á verksmiðjuvörum í Bandaríkjunum fækkaði um 4,6% í nóvember síðastliðnum og er það þá fjórði mánuðurinn í röð þar sem pöntum fækkar.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá viðskiptaráðuneyti Bandríkjanna.

Þetta er í fyrsta skipti sem pöntunum á verksmiðjuvörum fækkar fjóra mánuði í röð síðan hið opinbera fór að taka saman gögn með þessum hætti árið 1992.

Þá er fækkun á pöntunum nokkuð umfram spá hagfræðinga en gert hafði verið ráð fyrir fækkun upp á 2,5%.

Mestu munaði um fækkun pantana á varanlegum neysluvörum sem drógust saman um 1,5%.