Ávöxtunarkrafa verðtryggðs skuldabréfaflokks ríkissjóðs Bandaríkjanna seldist í gær með neikvæðri ávöxtunarkröfu. Var krafan neikvæð um 0,55%. Bréfið er verðtryggt og til 5 ára (TIPS).

Er það í fyrsta skipti sem krafa á útgefnum skuldabréfaflokki ríkissjóðs er neikvæð. Wall Street Journal  fjallar um málið í dag.

Áður hafði ríkissjóður selt skuldabréf í sama flokki fyrir um 10 milljarða dala í apríl en þá var ávöxtunarkrafan jákvæð um 0,55%. Bandarískir fjárfestar virðast búast við að verðbólga verði áfram jákvæð næstu fimm árin og  því er væntur hagnaður skuldabréfaflokksins enn jákvæður.