Sala á notuðum fasteignum í Bandaríkjunum jókst um 3,1% í júlí en í júní hafði salan náð um 10 ára lágmarki.

Íbúðaverð hefur engu að síður lækkað um 7,1% að því er kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar.

Salan á íbúðum mælist nú 5 milljónir á ársgrundvelli. Hagfræðingar á vegum Bloomberg höfðu þegar gert ráð fyrir aukningu en þó aðeins að salan myndin ná 4,9 milljón íbúða á ársgrundvelli.

Salan var 4,85 milljónir á ársgrundvelli í júní en sem fyrr segir er það 10 ára lágmark.