Sala á notuðum íbúðum í Bandaríkjunum jókst í síðasta mánuði, eða um 9,4% og hefur nú ekki verið meiri í tvö ár.

Þannig seldust 5,57 milljónir íbúða í september en í ágúst seldust 5,09 milljónir íbúða. Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar gerðu greiningaraðilar ráð fyrir að 5,35 milljónir íbúða myndu seljast í september þannig að salan er nokkuð fram úr væntingum.

Meðalverð íbúða hefur þó lækkað um 8,5% milli ára, er nú tæpir 175 þúsund dalir og hefur ekki verið lægra frá því í fyrrasumar.