Bandarísk yfirvöld lokuðu sjö bönkum í gær og eru þeir nú orðnir alls 139 á árinu sem hefur verið lokað.

Sá stærsti af þeim sjö heitir Hillcrest Bank of Overland Park í Kansas og námu eignir hans um 1,65 milljörðum dala og innistæður námu 1,54 milljörðum dala.

Annar banki hefur verið settur á laggirnar og mun taka yfir innistæður Hillcrest banka auk þess sem hann kaupir hluta eigna gamla bankans.

Þannig gengur það þó ekki alltaf fyrir sig. Til að mynda verða sendir seðlar heim til viðskiptavina First Arizona Savins bankans, sem einnig fór á hausinn, á mánudag og það beðið um að ná í sparifé sitt. Ekki tókst að koma því til annars banka.