Störfum fækkaði um 95.000 í september í Bandaríkjunum. Störfum í einkageiranum fjölgaði aðeins um 67.000 en heildarfækkunin skýrist af tímbundum störfum, bæði hjá hinu opinbera og einkafyrirtækjum. Þetta eykur líkurnar á því að Seðlabanki Bandaríkjanna dæli peningum inn í fjáramálakerfið í þeirri von að efnahagslífið takið við sér að nýju. Þetta kemur fram á vef WSJ. Í dag tilkynnti franski lyfjarisinn Sanofi-Aventis hefur að hann muni segja upp 1.700 manns af 13.000 starfsmönnum sínum Bandaríkjunum. Bandarískt efnahagslíf á því í vök að verjast þessi misserin.