Fjöldi umsækjenda um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum minnkaði óvænt milli vikna eða um 16 þúsund manns.

Alls sóttu um 461 þúsund manns um atvinnuleysisbætur í vikunni en um 477 þúsund sóttu um bætur í fyrri viku.

Greiningaraðilar á vegum Bloomberg fréttaveitunnar höfðu gert ráð fyrir að um 475 þúsund manns myndu sækja um bætur í vikunni þannig að fjöldinn reynist lítillega undir spám þeirra.