Markaðir hreyfðust lítið til í viðskiptum dagsins á bandarískum hlutabréfamarkaði. Ljóst er að aldrei áður hefur júnímánuður verið jafnslæmur og nú, sé miðað við gengisþróun helstu hlutabréfavísitalna. CNN segir frá þessu í kvöld.

Dow Jones stóð í stað í dag, S&P 500 bætti við sig 0,1% og Nasdaq féll um 1%.

Gengi tækniframleiðenda féll, en olíufyrirtæki bættu helst við sig. Bílaframleiðendur á borð við Ford og General Motors gáfu eftir, sem og fjármálafyrirtæki á borð við Citigroup og JP Morgan.

Olíuverð fór á tímabili í 143.67 dollara á tunnuna, en endaði í um 140 dollurum.