Dótturfélag Glitnis í Noregi, BNBank, hefur tryggt sér 225 milljón evra (21 milljarður íslenskra króna) sambankalán. Bankinn greindi frá þessu í dag.

Lánið, sem er veltilán til fimm ára, var stækkað úr 150 milljónum evra í 225 milljónir evra í kjölfar umframeftirspurnar.

Lánakjörin eu 20 punktar yfir EURIBOR, sem eru millibankavextir í Evrópu, og bankarnir Danske Bank, BayernLB og HSH Nordbank höfðu umsjón með sölu lánsins á sambankalánamarkaði.

Viðskiptablaðið greindi frá sambankaláninu fyrr í maí og sögðu umsjónarbankarnir þá að umrót á íslenskum fjármálamarkaði hefur ekki haft neikvæð áhrif á fjármögnungargetu dótturfélaga Glitins.