Á aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands nýverið kom fram tillaga um að samtökin hlutuðust til um að skoða hugsanlega leigu á bruggtæki til afnota fyrir bændur til ölframleiðslu.

Var þá verið að horfa til ferðaþjónustu og ýmissa viðburða sem bændur standa fyrir.

Guðný Jakobsdóttir formaður samtakanna segir að hugmyndin sé ekki algalin, að minnsta kosti sé aðalfundarsamþykkt fyrir því að stjórn samtakanna kanni málið.

Ekki sé enn vitað hvort íslenskt korn sé brúklegt í framleiðsluna, en það komi væntanlega í ljós við athugun.

Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins.