Félagið Beint frá býli er félag bænda í heimavinnslu sem hyggjast stunda sölu afurða sinna beint frá býlinu til neytandans. Helsti tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem hafa áhuga á að stunda heimaframleiðslu og sölu þeirra. Formaður fyrstu stjórnarinnar er Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á Háafelli í Borgarfirði. Hún segir mikinn áhuga hjá bæði neytendum og bændum á vörum af þessu tagi.

„Bændur hafa löngum leitað leiða til að afla fjölbreyttari tekna og um leið að fækka milliliðum frá býlum til neytanda. Milliliðakostnaðurinn er ansi stór hluti af verði á matvælum. Eins eru bændur að vinna svo margt skemmtilegt á býlunum sem hefur einhvern veginn týnst hér, ólíkt því sem tíðkast víða erlendis. Það þekkist í mörgum löndum að hægt sé að fara til bænda og kaupa beint af þeim, sem hefur alveg vantað hér á landi í gegnum árin.“

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .