Hagnaður BNP Baribas, stærsta banka Frakklands, nam tæpum 1,9 milljörðum evra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og dróst saman um 21% frá sama tímabili í fyrra.

Ástæðan er fyrst og fremst sögð útlánatap.

Haft er eftir Baudouin Prot, forstjóra bankans, að alvarleg krísa á fjármálamörkuðum, sérstaklega í mars, hafi skaðað markaðsviðskipti bankans.

BNP Baribas afskrifaði eignir fyrir 514 m. evra í fjárfestingabankastarfsemi sinni.

Hagnaður fjárfestingabankahlutans féll um 73% í fjórðungnum og nam 318 milljónum evra.

Þetta kom fram í Morgunkorni Glitnis í morgun.