66°Norður og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn sameina krafta sína á ný á þessu ári og bjóða upp á hina vinsælu æfingaráætlun „Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum“. Þetta er þriðja árið sem verkefnið er í gangi og gefur fólki tækifæri til að ganga á Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands (2210 m), á suðurhluta Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu.

Í tilkynningu segir að þjálfunin hefst í febrúar og lýkur með fyrri Hnúksferðinni af tveimur, en þátttakendur geta valið um tvær dagsetningar tindastigs. Í fyrra náðu um 210 manns að komast á hæsta tind Íslands eftir að hafa tekið þátt í æfingadagskrá Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og 66°Norður eru traustir samstarfsaðilar með umhverfisvitund að leiðarljósi. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa áralanga reynslu í fjallaleiðsögn og 66°Norður er leiðandi við þróun útivistarfatnaðar sem gerir göngufólki kleift að njóta útivistar við erfiðar aðstæður.