Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Seltjarnarness hefur lagt fram tillögu að nýrri fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir umtalsverðri lækkun útsvars og fasteignagjalda í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs. Þannig gerir fjárhagsáætlun ráð fyrir því að íbúar njóti góðs árangurs í fármálastjórn bæjarins undanfarin ár segir í tilkynningu frá Jónmundi Guðmarssyni bæjarsstjóra

Útsvar á Seltjarnarnesi hefur um langt skeið verið með því lægsta sem gerist á meðal sveitarfélaga í landinu og samkvæmt fyrirliggjandi tillögu verður útsvar lægst á Seltjarnarnesi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt tillögunni lækkar útsvarið úr 12,46 í 12,35% og verður því allt að 5% lægra en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Helstu þættir fjárhagsáætlunar 2006 eru:

? Útsvar lækkar úr 12,46 í 12,35%
? Fasteignaskattur lækkar úr 0,32 % af fasteignamati í 0,30%
? Vatnsskattur lækkar úr 0,13 % af fasteignamati í 0,115%
? Ekki er lagður á holræsaskattur
? Gjaldskrár þjónustugjalda hækka ekki.
? Rekstarhlutfall bæjarsjóðs er 85,4%
? Engar lántökur eru fyrirhugaðar árinu
? Skuldir bæjarsjóðs áfram greiddar niður
? Veltufé frá rekstri nemur um 230 mkr.