Tilkynnt verður í dag hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið, en þetta er í 106. skipti sem verðlaunin verða afhent.

Bókaútgefendur telja að hinn japanski Haruki Murakami hljóti verðlaunin. Fréttavefur Telegraph segir að það sé aftur á móti mjög erfitt að spá fyrir um þetta því sænska akademían eigi það til að velja óþekkta og sérstaka höfunda.

Telegraph birtir í dag lista yfir þá tíu sem eru líklegastir að mati ritstjórnar til að hljóta verðlaunin. Eitt athyglisverðasta nafnið þar er án efa Bob Dylan. Hann er orðinn 72 ára gamall og hefur haft mikil áhrif á menningu.