Breski leikarinn Bob Hoskins er látinn, 71 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir leik sinn í The Long Good Friday og Who Framed Roger Rabbit. Hann lést úr lungnabólgu.

Umboðsmaður Hoskins segir að hann hafi látist á þriðjudagskvöld, í faðmi fjölskyldunnar. Hoskins vann Bafta verðlaun og var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1987 fyrir hlutverk sitt í Mona Lisa. Þar lék hann á móti Sir Michael Caine og Robbie Coltrane.

Það var BBC sem greindi frá.