Stjórn Kaldalóns hefur boðað til hluthafafundar eftir tillögu frá eignarhaldfélaginu RES II, sem er í eigu hjónanna Sigurðar Bollasonar og Nönnu Ásgrímsdóttur. Hluthafafundurinn fer fram þann 30. júlí næstkomandi í höfuðstöðvum Kviku. Mánuður er síðan stjórn félagsins var endurkjörin óbreytt á aðalfundi félagsins.

Samkvæmt tilkynningu Kaldalóns verður dagskrá fundarins eftirfarandi:

  1. Stjórnarkjör
  2. Önnur mál

Þórarinn Arnar Sævarsson er stjórnarformaður Kaldalóns. Með honum í stjórn sitja Steinþór Valur Ólafsson og Helen Neely en Gunnar Henrik Gunnarsson er varamaður í stjórn. Á aðalfundi Kaldalóns þann 26. júní síðastliðinn var áframhaldandi seta ofangreindra einstaklinga í stjórn samþykkt.

Kaldalón er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í byggingu íbúðarhúsnæðis. Félagið hefur fjárfest í lóðum á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir að byggðar verði yfir 850 íbúðir á lóðum félagins, samkvæmt heimasíðu þess .