Stakksberg, eignarhaldsfélag á vegum Arion banka sem heldur utan um eignarhaldið á kísilverksmiðjunni í Helguvík, hefur boðað til íbúafundar í Reykjanesbæ á miðvikudag. Verksmiðjan var áður í eigu United Silicon.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í ágúst hefur félagið stefnt að því að koma verksmiðjunni í söluferli á síðari hluta ársins.
Íbúafundurinn mun fara fram í Hljómahöllinni klukkan 20:00 á miðvikudagskvöldið komandi, 21. nóvember.

Á fundinum munu ráðgjafar eignarhaldsfélagsins fara yfir vinnu vegna nýs umhverfismats, vinnu við deiliskipulag og fyrirliggjandi úrbótaáætlun.

Að loknum framsögum verður opnað fyrir spurningar en jafnframt verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar.