*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Erlent 24. júní 2019 14:23

Boða lækkaðan kostnað

Stefnt er að því að kostnaður lággjaldaflugfélagsins hafi lækkað um 15% árið 2022.

Ritstjórn
epa

Lufthansa hefur sett upp aðgerðaáætlun fyrir dótturfélag sitt, lággjaldaflugfélagið Eurowings, en rekstur félagsins hefur verið þungur undanfarin misseri. Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir því að einblínt verði á styttri flugleggi og er stefnt að því að kostnaður lággjaldaflugfélagsins hafi lækkað um 15% árið 2022. Reuters greinir frá þessu.

Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, segir að með þessu sé fyrirtækið að senda skýr skilaboð þess efnis að það beri hagsmuni hlutahfa sinna fyrir brjósti og fyrirtækið reyni eftir fremsta megni að skapa verðmæti fyrir þá. 

Stikkorð: Lufthansa Eurowings
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is