Lufthansa hefur sett upp aðgerðaáætlun fyrir dótturfélag sitt, lággjaldaflugfélagið Eurowings, en rekstur félagsins hefur verið þungur undanfarin misseri. Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir því að einblínt verði á styttri flugleggi og er stefnt að því að kostnaður lággjaldaflugfélagsins hafi lækkað um 15% árið 2022. Reuters greinir frá þessu.

Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, segir að með þessu sé fyrirtækið að senda skýr skilaboð þess efnis að það beri hagsmuni hlutahfa sinna fyrir brjósti og fyrirtækið reyni eftir fremsta megni að skapa verðmæti fyrir þá.