Samband íslenskra framhaldsskólanema, Nemendafélag FÁ, Jæja-hópurinn, Ungir Píratar, Ungir Jafnaðarmenn og Ung vinstri græn hafa boðað til mótmæla á Austurvelli í dag. kl. 15:00 vegna sameiningu FÁ og Tækniskólans. Að auki mun kennarasamfélag FÁ eiga fulltrúa meðal ræðufólks. Í tilkynningu segir að hópurinn mótmæli ólýðræðislegum vinnubrögðum við sameiningu skólanna.

Hópurinn krefst þess að „einkavæðingaráform, eins og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarið um sameiningu FÁ og Tækniskólans, fari í gegnum lýðræðislega ferla til að tryggja gæði menntakerfisins og hag nemenda og kennara.“ Telja þau með með öllu óásættanlegt að það sé reynt að koma svo stórum breytingum í gegn án almennilegrar umræðu, samráðs við nemendur og starfsfólk skólans og meðhöndlun þings.

Ákvörðun um sameininguna komst fyrst í fréttir í byrjun mánaðarins , en þá sagði Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, að verið væri að skoða ýmsar leiðir til þess að bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastigi.