*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 29. júlí 2020 15:50

Boða til verkfalls hjá Norðuráli

Starfsmenn Norðuráls kusu um ótímabundið yfirvinnubann og verkfall í dag, niðurstöður kosningarinnar voru afgerandi.

Ritstjórn
Álver Norðuráls á Grundartanga.
Haraldur Guðjónsson

Kosningu hjá starfsmönnum Norðuráls er nýlokið og mun ótímabundið yfirvinnubann hefjast 1. september og verkfall hefst 1. desember. Umfjöllun á vef verkalýðsfélags Akraness.

Af þeim sem greiddu atkvæði voru 97% hlynntir yfirvinnubanni og verkfalli. Kosningin náði til félagsmanna sem starfa hjá Norðuráli og var kosningaþátttaka 27,7% eða 100 starfsmenn.

Starfsmenn félagsins eru mótmæla því að fyrirtækið ætlar að bjóða hækkanir á grunnlaunum sem eru undir því sem samið var um í lífskjarasamningnum.

Stikkorð: Norðurál verkfall