*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 7. október 2020 15:12

Boða verk­falls­að­gerðir í Straums­vík

Aðgerðir eiga að hefjast 16. október næstkomandi náist ekki kjarasamningar fyrir þann tíma.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Meirihluti starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík samþykkti í atkvæðagreiðslu að boða til verkfalls. Kosningu um verkfallsboðun lauk í hádeginu. Sagt er frá á Vísi.

Fyrst um sinn verður um styttri vinnustöðvanir að ræða hjá ákveðnum hlutum starfsfólks en aðgerðir eiga að hefjast 16. október náist ekki kjarasamningar fyrir þann tíma. Aðgerðir verði daglegar út nóvembermánuð en eftir það muni hefjast allsherjarverkfall verði samningar enn lausir.

Í vor var samið um stuttan kjarasamning en launahækkanir samkvæmt honum voru að hluta háðar því skilyrði að Rio Tinto myndi ná samningum við Landsvirkjun um nýjan raforkusamning. Starfsfólk samþykkti að bíða átekta með launahækkanir sökum þess en virðist nú ekki ætla að bíða lengur.