Þrjú félög, sem samtals eiga ríflega 36% hlut í Skeljungi hafa boðað yfirtökutilboð í félaginu á næstu fjórum vikum . Tilboðið mun upp á 8,315 krónur á hlut sem er 6,6% yfir lokagengi síðasta viðskiptadags. Alls hljóðar tilboðið upp á ríflega 10 milljarða króna.

Félögin þrjú eru 365 hf., RES 9 og Loran. Leggja á öll bréf þeirra í Skeljungi inn í félagið Streng ehf.. Þar munu 365 og RES 9 fara með 38% hlut hvert um sig og RPF með 24% hlut.

365 er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Skeljungs, er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur og varamaður í stjórn 365.

RES 9 er í eigu RES II ehf., sem er í eigu hjónanna Sigurðar Bollasonar og Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttir, og No. 9 Investments Limited.

RPF er í jafnri eigu Loran ehf. sem er í eigu Þórarins A. Sævarssonar, sem er stjórnarmaður í Skeljungi, og Premier eignarhaldsfélags, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Þórarinn og Gunnar Sverrir eru jafnframt meðal eigenda fasteignasölunnar RE/MAX Senter. Þá seldu þeir nýlega nær allan eignarhlut sinn í Kviku banka á vel á annan milljarð króna líkt og Viðskiptablaðið greindi frá.

Sömu aðilar eru jafnframt stærstu hluthafar fasteignafélagsins Kaldalóns.