David Cameron, forsætisráðherra Bretlands kynnti nýjar tillögur um kerfi sem hjálpar ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. BBC segir frá.

Cameron fara nánar yfir tillögurnará flokksþingi Íhaldsmanna sem hófst í dag í Manchester, og stendur fram á miðvikudag.

Munu ungir fasteignakaupendur geta fengi allt að 95% lán. Ríkið mun ábyrgjast hluta af lánsfjárhæðinni, líklega um 15%.

Margir hafa líst efasemdum um þessa leið. Meðal þeirra er viðskiptaráðherrann Vince Cable sem jafnframt er þingmaður Frjálslynda flokksin, hins stjórnarflokksins.

Segja efasemdamenn að þetta muni enn auka bólumyndun á húsnæðismarkaðnum í Bretlandi.