Þingmenn Pírata munu leggja fram þingsályktunartillögu á næstunni um að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fór fram á síðasta þingi, um tillögur stjórnlaganefndar verði virtar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greindi frá þessu í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í dag.

„Píratar eru jafnframt með í þróun kerfi sem kallað hefur verið fljótandi lýðræði,“ sagði Birgitta. Hún útskýrði ekki nánar hvað felst í slíku kerfi heldur sagði að það yrði gert síðar.

Þá sagði Birgitta að mikilvægt væri að almenningur væri betur meðvitaður um það hverjir semja lögin sem afgreidd eru á Alþingi. Ekki væri það löggjafarvaldið, því þau væru flest samin í ráðuneytum. Almenningur þyrfti að fá að fylgjast betur með lagasetningu frá upphafi.