Stjórn Icelandair hafnaði í gær 7 milljarða króna tilboði Michele Roosevelt Edwards í Icelandair að því er heimildir Fréttablaðsins herma.

Tryggingar fyrir tilboði Edwards þóttu ekki fullnægjandi.

Edwards var sögð hafa hug á að eignast ráðandi hlut í félaginu. Á síðasta ári keypti hún þrotabú Wow air og hugðist koma endurreisa flugfélagið en af því hefur enn ekki orðið.

Alls bárust tilboð upp á 37,3 milljarða í útboði Icelandair en tilboð upp á 30,3 milljarða voru samþykkt. Núverandi hluthafar, starfsmenn Icelandair og þeir sem buðu undir einni milljón króna voru ekki skertir í útboðinu. Hlutur annarra sem bauð í útboðinu var skertur um 37%.