*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Innlent 10. febrúar 2016 15:40

Boðið út í fyrsta sinn síðan 2011

Útboð á flugfarmiðakaupum Stjórnarráðsins mun hefjast síðar í þessum mánuði, en undir það heyra öll ráðuneytin.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nú mun hefjast útboð á flugfarmiðakaupum ráðuneyta ríkisstjórnarinnar. Það er þá í fyrsta skipti síðan árið 2011 sem það gerist. Þetta kemur fram í frétt Túrista um málið.

Árið 2011 skiluðu Icelandair og Iceland Express inn tilboðum og þá var samið við bæði félögin um kaup á flugfarmiðum. Núna er staðan á markaði þó allt öðruvísi.

Ekki munu aðeins íslensk flugfélög keppa um útboðið, heldur hafa erlend flugfélög sem fljúga til og frá Íslandi allt árið um kring einnig sýnt því áhuga að selja Stjórnarráðinu flugfarmiða.

Nýtt verklag verður á bókun farseðla, að því er segir í svari fjármálaráðuneytis við fyrirspurn um málið. Þá mun starfsmaður vera sérþjálfaður í að bóka farseðla, en hann mun vinna eftir samræmdu verklagi sem miðar að því að ná sem mestri hagkvæmni úr starfseminni.