Þórarinn G. Pétursso, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir það koma honum á óvart hversu „framþungar" launahækkanir eru samkvæmt samkomulagi sem liggur á borði verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Það sé hans persónulega skoðun og launahækkun komi fljótt í framkvæmd þrátt fyrir atvinnuleysi.

Aðalhagfræðingurinn sagði að fyrirtæki, eins og í þjónustu, þyrftu að mæta þessum kostnaði annað hvort með að velta honum út í verðlagið, sem þýddi meiri verðbólga, eða þá að draga úr kostnaði og segja upp fólki.

Í peningamálum Seðlabankans er talið upp að einn óvissuþáttur varðandi helstu efnahagsstærðir sé hversu mikið viðnám núverandi slaki á vinnumarkaði - með öðrum orðum atvinnuleysið - veitir gegn launaþrýstingi.