L'Oreal keypti Body Shop árið 2006, en íhugar félagið söluferli. Þetta kemur fram í ársskýrslu franska fyrirtækisins.

Samkvæmt skýrslunni telja stjórnendur L'Oreal að fyrirtækið geti náð meiri vexti sem sjálfstæð eining í höndum nýrra eigenda. Fyrirtækið hefur þó ekki tekið neina loka ákvörðun.

Alls rekur Body Shop 3000 verslanir í 66 löndum og starfa um 22.000 manns hjá fyrirtækinu. Á síðustu misserum hefur sala félagsins aftur á móti dalað.

Body Shop var stofnað árið 1976 af Dame Anita Roddick, sem lést árið 2007. Anita Roddick var þar með ein sú fyrsta sem notaði vistvæn efni í snyrtivörur sem ætlaðar voru fyrir alþjóðlegan markað.