*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Erlent 25. mars 2020 14:35

Boeing ætlar aftur á stað í maí

Boeing hyggst endurvekja framleiðslu á 737 MAX vélunum í maí eftir fimm mánaða framleiðsluhlé.

Ritstjórn
epa

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst hefja framleiðslu á 737 MAX vélunum í maí næstkomandi samkvæmt heimildum Reuters. Framleiðslu vélanna sem hafa nú verið kyrrsettar í rúmlega ár var hætt í janúar síðastliðnum. 

Samkvæmt heimildum Reuters hefur Boeing óskað eftir því við suma birgja að þeir verði tilbúnir til að senda íhluti í vélarnar strax í næsta mánuði. Þá herma heimildirnar einnig að upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að hefja framleiðslu að nýju í apríl en það hafi frestast um mánuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Reynast heimildir Reuters réttar eru þær athyglisverðar í því samhengi að fyrirtækið á nú þegar 400 tilbúnar vélar sem ekki hafa verið afhentar. Þá má gera ráð fyrir því að áhrifin sem kórónuveiran hefur haft á flugiðnað um allan heim mun draga úr eftirspurn eftir nýjum flugvélum. 

Stikkorð: Boeing 737 MAX