Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing afhenti 98 nýjar flugvélar á fyrsta ársfjórðungi, sem er aukning um 40% miðað við sama tímabil á síðasta ári, segir greiningardeild Landsbankans.

Þar munar einna mest um mikla aukningu í afhendingum á vélum af gerðinni Boeing 737, en félagið afhenti 74 slíkar vélar á fjórðungnum.

Boeing er næst stærsti flugvélaframleiðandinn í heiminum á eftir franska fyrirtækinu Airbus.

Gengi bréfa Boeing í Kauphöllinni í New York hefur hækkað um rúmlega 12% frá áramótum eftir að hafa hækkað um 36% á síðasta ári. Síðastliðna tólf mánuði hefur gengið hækkað 35%, en til samanburðar hefur Dow Jones vísitalan, sem mælir verðþróun helstu hlutabréfa í Kauphöllinni í New York, hækkað um 7,5% á sama tíma.