Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur tilkynnti í gær að félagið hygðist draga verulega úr framboði í hergagnaframleiðslu.

Frá þessu er greint á vef Reuters en tilkynningin kemur í kjölfar fyrirsjáanlegs niðurskurðar bandarískra yfirvalda á hergögnum.

Boeing er betur þekkt sem framleiðandi farþegaflugvéla en hefur þó í áratugi framleitt herflugvélar og þyrlur og verið umsvifamikill á þeim markaði. Stærsti viðskiptavinurinn hefur eins og gefur að skilja verið bandaríska ríkið.

Félagið hyggst skera niður um 10% í öllum rekstarkostnaði innan skamms. Þannig verða sex deildir sem annast framleiðslu og sölu á hergögnum sameinaðar í fjórar. Engu að síður hyggst Boeing anna eftirspurn, bæði innan sem og utan Bandaríkjanna, eftir flugvélum og þyrlum sem ætlaðar eru í herstarfsemi næstu 10 árin.